tisa: Vrúmm

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Vrúmm

Fyrsti ökutíminn minn var svona:

Ég keyrði eftir minni allra bestu getu meðan Óli sagði: Kantur, Tinna kantur, kantur Tinna, ekki á kantinn, kantur, kantur, kantur, Þú ert aftur á kantinum, kantur, af kantinum, kantur Tinna, kantur, kantur, farðu af kantinum, kantur ....

Annars var þetta bara fínt nema þessir kantar voru alltaf að flækjast fyrir mér
Ég drap síðan bara einu sinni á. Jehh

Þetta kemur síðan allt saman, vonandi.



Þegar ég var í 10.bekk þá vorum við krakkarnir oft að spila. Ég stundaði Hæ Gosa grimmt á þeim tíma og tókst mér með örvhentni minni að fá stærsta marblett sem ég hef nokkurn tíma fengið á höndina eftir að vera alltaf að reka mig í borðkant þegar ég sló á spilabunkann.
Þetta gerðist rétt fyrir árshátíð Seljaskóla og var ég þennan risavaxna marblett, sem náði frá olnboga niður að úlnlið, á árshátíðinni.

Ég var svo í dag að spila. Að sjálfsögðu negli ég hendinni eins fast og get í borðkantinn þegar ég ætla að freista þess að slá á bunkann.

Ég er svo einnig að sjálfsögðu að fara á árshátíð á morgun.


Nú ætla að ég að fara í Sims, byggja fallegt hús og myrða svo fólkið á hrottafenginn hátt.


Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 19:30

5 comments